Nýr lágtíðnisónar í Hoffellinu

Sífelld þróun er í fiskileitartækjum rétt eins og öðrum tækjum. Hoffellið fékk á dögunum nýjan tækjakost, svokallaðan lágtíðnisónar. Tæki þetta heitir Simrad SU 90 og býr yfir þeim eiginleika að  það sendir bæði lárétta og lóðrétta geisla sem þýðir að ekki er nauðsynlegt að vera yfir fiskitorfu til að sjá hana því tækið horfir samtímis niður og til hliðar.  Bergur Einarsson skipstjóri á Hoffellinu segir tækið leysa af hólmi eldra tæki sem ekki var nærri eins fullkomið. „Þetta tæki mun nýtast við alla uppsjávarveiði“ sagði Bergur en tók það líka skýrt fram að enn hefur tækið ekki verið prófað  við veiðar vegna  sjómannaverkfallsins sem nú er yfirstandandi.  Bergur sagði svona sónartæki gera skipstjórnendum kleift að leita af fiskitorfum á miklu stærra svæði í einu heldur en áður. Þessi sónar getur leitað í 3000 metra radíus og við bestu hugsanlegu aðstæður allt uppí 8000 metra,  en gamla tækið náði aðeins að skanna um 950 til 1200 metra radíus. „Nú hlakka ég bara til að komast til sjós og sjá við raunaðstæður hvernig þetta sónartæki virkar“ sagði skipstjórinn knái Bergur Einarsson að lokum.

Mjölútskipun

Búið er að skipa út rúmum 1.300 tonnum í mjölskipið Arion. Mjölið fer til Noregs. Von er á öðru skipi síðar í mánuðinum og mun það taka um 1.600 tonn af mjöli

Gleðileg jól

Loðnuvinnslan hf óskar starfsfólki og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir samstarfið á árinu. Óskum einnig viðskiptavinum gleðilegra jóla með þökk fyrir viðskiptin á árinu.

Vinnum verkið heima

Um jól og áramót nota margir tímann til góðra verka. Þar á meðal er Bergsteinn Ingólfsson yfirvélstjóri á Ljósafellinu og samverkamenn hans í vélarrúminu. „Við erum að taka upp vélina“ sagði Bergsteinn, „ og tilgangurinn er að skoða aðalvélahluta eins og hedd og slífar, hluti vélarinnar sem við getum ekki skoðað nema taka hana í sundur“.  Verkið er allt unnið í heimabyggð af starfsmönnum Vélaverkstæðis LVF undir dyggri stjórn hins unga yfirvélstjóra og öllu á að vera lokið þann 1.janúar 2017. Þá verður happafleyinu Ljósafelli ekkert að vanbúnaði að halda til hafs með nýsmurða og yfirfarna vél.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 600 tonnum af síld til söltunar og frystingar. Með því er síldveiðum lokið þetta árið. Skipið fer nú til Akureyrar til að sinna hefðbundnu viðhaldi um jól og áramót. (eins og í fyrra )

Sandfell

Sandfell landaði á laugardag 8,5 tonnum og á sunnudag 6,5 tonnum. Uppistaða aflans var ýsa og fór aflinn allur á fiskmarkað.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 72 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur til vinnslu í Frystihúsi LVF. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, þriðjudag 13. desember kl 13:00

500 milljónir hjá Sandfelli

Sand­fell SU-75 landaði í gær á Stöðvarf­irði afla sem ýtti afla­verðmæti skips­ins fyr­ir und­an­gengna tíu mánuði yfir hálfs millj­arðs markið.

Loðnu­vinnsl­an hef­ur gert út bát­inn í 10 mánuði og með lönd­un­inni í gær fór afla­verðmæti skips­ins fyr­ir þetta tíma­bil yfir 500 millj­ón­ir króna.

Þá dug­ar ekki annað en að splæsa í köku, enda feikna­fiskerí að baki sem aug­ljós­lega kall­ar á að menn geri sér dagamun.

 

Gott skip og frá­bær áhöfn

„Þetta er ótrú­lega gott skip og hef­ur reynst okk­ur feikna­vel síðan það fór í sína fyrstu veiðiferð und­ir okk­ar fána í byrj­un fe­brú­ar á þessu ári. Það fisk­ar vel og það er alltaf jafn gang­ur í veiðinni, svo við gæt­um ekki verið sátt­ari við stöðu mála. Áhöfn­in á skip­inu er al­ger­lega frá­bær og þeir eiga mikið hrós skilið fyr­ir þá vinnu sem þeir hafa lagt í til að ná þess­um áfanga. Þetta eru hreint frá­bær­ir karl­ar,“ sagði Friðrik Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar í sam­tali við 200 míl­ur.

Á Sand­fell­inu eru átta karl­ar, en ein­ung­is fjór­ir menn á í einu. Svo róa menn í tvær vik­ur í senn og skipta með sér verk­um, og það fyr­ir­komu­lag hef­ur aug­ljós­lega reynst vel.

Afl­inn er um 1900 tonn á þessu tíma­bili.

Frétt: Mbl.is

Nýr verkstjóri ráðinn

Þriðjudaginn 6. desember var Hannes Auðunsson ráðinn verkstjóri í frystihús LVF. Hann byrjar í janúar n.k.
Hannes tekur við af Björgvini Hanssyni sem hefur verið hjá okkur í 11 ár.
Hannes hefur verið verkstjóri hjá Þórsnesi ehf í Stykkishólmi sl. 2 ár, þar áður hjá Golden Seafood.
Hannes er 28 ára, fæddur á Djúpavogi og kemur ásamt konu og barni hingað á Fáskrúðsfjörð.

Ljósafell

Ljósafell landaði í mogunn um 30 tonnum af þorski til vinnslu í frystihús LVF. Skipið fór strax aftur á sjó að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell er að land um 400 tonnum af síld til söltunar. Leggur af stað í síðasta túr á síld að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell er að landa um 90 tonnum. Uppistaðan er þorskur, en einnig 20 tonn af gullkarfa og 20 tonn af ufsa. Skipið fer aftur til veiða á morgun, þriðjudaginn 6. desember kl 13:00