Ný eimingartæki í fiskmjölsverksmiðjuna

Þessa dagana er verið að setja upp ný eimingartæki í fiskmjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar.  Tæki þessi eru stór og þung, vega um 30 tonn og eru framleidd á Íslandi af fyrirtækinu Héðni.  Eimingartæki þessi hafa það hlutverk eyma upp soðið af fiskinum þannig að mjöl standi eftir, svo útskýrt sé með allra einfaldasta móti. En það að breyta fiski í mjöl er ferli sem þarf frekari sérþekkingu en þá sem greinarhöfundur býr yfir. 

Magnús Ásgrímsson verksmiðjustjóri sagði að afköst til eimingar muni aukast um 100% þegar tækin verða tilbúin til notkunar. Hann sagði það vera mjög jákvætt því að tækin ganga á gufu sem verður til í þurrkurum og því megi líta svo á að þetta sé “ókeypis varmi”.  “Þetta er mjög gott, því að eimingartækin gömlu voru orðin hálfgerður flöskuháls, það er búið að stækka þurrkarana og það er nýr sjóðari og þessi nýju tæki munu ganga miklu betur við þann búnað allan” sagði Magnús.  Möguleikinn til að auka afköst verksmiðjunnar eykst líka með nýjum eimingartækjum og er það vel því að allt stefnir í að komandi loðnuvertíð verði góð

Efri hluti eimingartækisins stendur langt upp úr þaki bræðslunnar og yfir það kemur síðan turn, eða einhvers konar hattur. Það mun taka einhvern tíma að koma öllum endum og leiðslum á sinn stað og áætlað er að allt verði klárt upp úr áramótum.

Heyra mátti á mæli Magnúsar verksmiðjustjóra að hann væri ánægður með að ný eimingartæki væru að tengjast þeim búnaði sem fyrir er og var því lá beinast við að spyrja hann hvort að hann væri ekki bara “virkilega happy”?  “Ég er það”, sagði Magnús, “þó að ég hefð nú kannski ekki valið að segja happy, ég er bara virkilega sáttur” sagði hinn geðþekki verksmiðjustjóri Magnús Ásgrímsson sem hefur í mörg horn að líta líkt og svo oft áður.

BÓA

Séð neðan úr verksmiðjuinni þegar efri hlutinn er látinn síga niður. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Neðri hlutinn látinn síga. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Efri hluti eimingartækjanna. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson

Ljósafell kom í morgun með 70 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með 70 tonn af fiski tæpa 4 daga á veiðum.  Aflinn var 50 tonn Þorskur, 15 tonn Ýsa, 3 tonn Utsi og annar afli.  Skip fer út eftir hádegi á morgun.

Listi aflafrétta yfir uppsjávarskip Hoffell í fjórða sæti með 33.000 tonn.

Uppsjávarskip árið 2021 nr.15

Listi númer 15.

Nokkuð mikið um að vera á þessum lista

Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK lönduðu báðir í Noregi,

og Hoffell SU og Bjarni Ólafsson AK voru báðir á kolmuna,

Beitir nk með 1612 tonn í 1 og er ennþá hæstur og ekki langt frá 40 þúsund tonnum 

Venus NS 3902 tonn í 4

Vilhelm Þorsteinsson EA var aflahæstur á þennan lista og var með 5892 tonn í 4 löndunum 

Hoffell SU 3287 tonn í 2 af kolmuna

Víkingur AK 3406 tonn í 3

Huginn VE 1985 tonní 3

Álsey VE 2986 tonn í 3

Ljósafell.

Ljósafell kom inn í morgun með 100 tonn af fiski. Aflinn var Þorskur, 25 tonn Ýsa, 12 tonn karfi, 7 tonn Ufsi og annar afli.

Ljósafell fer út um á morgun.

Hoffell kom inn í morgun

Hoffell kom inn í morgun með 1.600 tonn af kolmunna. Aflinn fékkst á 4 dögum 90 mílur suð-austur frá Fáskrúðsfirði.

Aðeins er togað á daginn meðan bjart er.

Ljósafell með 100 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með 100 tonn af fiski.  Aflinn var 85 tonn Þorskur, 5 tonn Ýsa, 5 tonn og annar afli.

Ljósafell fer út kl. 13 á morgun.

Fyrsti kolmunnafarmur haustsins

Hoffell er á landleið með 1.650 tonn af kolmunna. Er þetta fyrsti kolmunnafarmur haustsins. Fiskurinn er veiddur í íslenskri landhelgi, aðeins um 70 sjómílum frá Fáskrúðsfirði. Og til að setja það í samhengi fyrir þau okkar sem skilja mælingar í kílómetrum betur, þá samsvarar það um 130 kílómetrum.
Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli sagði að túrinn hefði gengið mjög vel. “Tæpir fjórir sólarhringar frá höfn í höfn” sagði skipstjórinn því til staðfestingar. Hann sagði að Hoffell væri á siglingu í fallegu haustveðri, í logni og blíðu. Þá sagði Sigurður líka að veðrið í túrnum hefði verið hið ágætasta, aðeins hefði komið smá kaldi eina nóttina. Í framhaldi spjölluðu greinarhöfundur og Siggi skipstjóri litla stund um lýsingarorð á veðri því hann sagði að það hefði verið kaldi en ekki bræla. Urðum við sammála um að stigið á milli kalda og brælu væri kaldaskítur.
Kolmunnafarmurinn sem Hoffell kemur með að landi um kvöldmat, mánudaginn 11.október, er fallegur fiskur sem fer til bræðslu hér heima á Fáskrúðsfirði.
Áhöfnin á Hoffelli drekkur kvöldkaffið heima í kvöld, heldur svo til hafs á ný, að öllum líkindum síðdegis á morgun.
BÓA

default

Ljósafell með tæp 70 tonn.

Ljósafell kom inn í morgun með tæp 70 tonn af fiski.  Aflinn var 45 tonn Þorskur 17 tonn Ýsa og annar afli.

Ljósafell fer út á morgun kl. 13.00.

Matgæðingar í heimsókn

Hópur fólks með áhuga á mat og matarmenningu heimsótti Loðnuvinnsluna á dögunum. Um er að ræða hóp sem kom á vegum verkefnis sem kallast Nordic food in Tourism. Á heimasíðu Austurbrúar er eftirfarandi skilgreining á verkefninu: “Samstarfsverkefni átta Norðurlandaþjóða sem hafa unnið að framtíðargreiningu matvæla í ferðaþjónustu á árunum 2019 til 2021 og er styrkt af norrænu ráðherranefndinni”.   Íslenski ferðaklasinn, Matís og atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið leiða verkefnið og efndu til mikillar ráðstefnu  á Egilsstöðum þann 30.september s.l. þar sem fjöldinn allur tók þátt ýmist á staðnum eða í gegnum Internetið. Var markmið og tilgangur ráðstefnunnar að kynna matarframleiðslu á Austurlandi.

Hópurinn sem sótti Loðnuvinnsluna heim samanstóð af fólki frá Norðurlöndunum, þau fengu leiðsögn um Fáskrúðsfjörð og að því loknu var hópnum boðið í Wathnessjóhús þar sem tekið var á móti þeim með hefðbundnum íslenskum veitingum líkt og rúgbrauði og síld, flatbrauði með hangikjöt og laxi auk harðfisks og konfektbita til sælgætis.  Þá hafði Friðrik Mar framkvæmdastjóri LVF kynningu á starfsemi fyrirtækisins þar sem vinnslu á matvælunum er Loðnuvinnslan framleiðir er fylgt eftir allt frá því hún kemur um borð í skip og báta og þar til hún endar í neytendapakkningum tilbúin til þess að verða að dýrindis máltíð.

Ein af þátttakendum var Anne Nivíka Grøden sem var fulltrúi Grænlands í verkefninu. Hún var sátt og ánægð með heimsókn sína til Íslands og á austurland. Er hún var innt eftir því hvað hún fengi úr samstarfi og kynningum af því tagi sem hún hafði upplifað hér svaraði hún: “Það er svo gott að upplifa og sjá hvað er gert í samfélögum sem eru svipuð þeim er ég kem frá, maður lærir svo mikið og fær innblástur til að prófa nýja hluti”. Þá sagði Anne líka það væri svo áhugavert að sjá og finna að allir væru að glíma við svipaðar hindranir og svipaða möguleika. “Og svo er líka svo mikilvægt að hitta fólk með sama áhugamál og við skiptumst á skoðunum, deilum reynslu okkar og kunnáttu. Þessi hópur er orðinn mín norræna fjölskylda” sagði Anne brosmild.

Hópurinn kvaddi Loðnuvinnsluna og Fáskrúðsfjörð sátt og sæl og heilmiklu vísari um þá matvælaframleiðslu er hér fer fram. Þau gáfu sér tíma til þess að horfa litla stund á fjallahringinn í haustlogninu áður en þau settust aftur í rútuna sem tók þau á næsta stað.

BÓA

Gestirnir að hlýða á kynningu Friðriks
Anne Nivíka Grøden