Finnur Fridi með 2.500 tonn

Finnur Fridi kom í dag með 2.500 tonn af kolmunna til bræðslu, í dag er verið að keyra nýjan þurrkara og nýja mjölskilvindu í fyrsta skipti.

Ljósafell

Ljósafell er á landleið með um 70 tonn af blönduðum afla. Brottför aftur á Sunnudag kl 22:00

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 170 tonnum af síld. Þetta er síðasti farmur á þessari síldarvertíð, en næsta verkefni skipsins og áhafnar er að svipast um eftir Gulldeplu.

Byrjað að reisa stálgrindina

Í dag var byrjað að reisa stálgrindina í nýju frystigeymslunni. Á sama tíma var verið að steypa nýja vélasalinn.

Mynd Albert Kemp

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 75 tonnum, uppistaðan þorskur. Skipið fer aftur á veiðar á morgunn, þriðjudag 12. janúar kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa á Eskifirði. Aflinn er um 37 tonn, mest karfi og ýsa sem fer á markað.

Brottför á föstudag 8. jan kl 10:00

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 590 tonnum af síld sem fékkst fyrir vestan land.

Ljósafell

Ljósafell er að landa fyrsta afla ársins. Tonnin eru 72 og uppistaðan þorskur. Skipið fer aftur til veiða að löndun lokinni.

Jólakveðja

Loðnuvinnslan hf óskar starfsfólki, fjölskyldum þeirra og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Bestu þakkir fyrir dugmikla vinnu og ánægjuleg samskipti á árinu.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 42 tonnum, aðallega þorski. Skipið kom raunar inn í fyrrakvöld með þennan síðasta farm ársins, en veiðiferðirnar voru alls 68 á þessu ári.

Steypt

Veðrið er gott til steypuvinnu í dag 4° hiti og smá rigning.

Það verið að steypa um 800 fermetrar af neðra lagi á plötu frystigeymslunnar samtals um 250 rúmmetra af steypu.

Áætlað er að steypa 35% af plötunni í dag.

Mynd Kjartan Reynisson.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 42 tonnum. Skipið heldur aftur á veiðar kl 12:00, að löndun lokinni.

Síða 30 af 99« Fyrsta...1020...2829303132...405060...Síðasta »