Fengu búra og töskukrabba í trollið

Enn bætist í litla furðufiskasafnið okkar en um helgina komu búri og töskukrabbi upp með trollinu á Ljósafellinu við Skeiðarárdýpi. Búrinn var um 56 cm langur og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er hann fallega appelsínurauður að lit, hann þykir afar vinsæll matfiskur á Nýja Sjálandi og víðar úti í hinum stóra heimi.

Búri (Hoplostethus atlanticus)
Búrfiskur er miðsævis,- botn- og djúpfiskur sem lifir aðallega á allskyns fiskum og krabbadýrum. Það er talið að búrfiskur verði mjög gamall, jafnvel vel yfir 100 ára Hann verður allt að 75 cm langur. Búrfiskur veiðist í flestum heimsins höfum á allt að 600 m dýpi og heldur sig gjarnan við toppa og hlíðar neðansjávartinda. Heimkynni búrfisks við Ísland eru frá vestanverðum Íslandsmiðum suður fyrir Reykjanes og allt til Rósagarðs undan Suðausturlandi. Sjávarlífverur | Hafrannsóknastofnun (hafogvatn.is)

Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman eru heitin búri og búrfiskur notuð um sama fiskinn en ekki um búrhval. En það er gaman að segja frá því að Í Íslenskri orðabók,frá árinu 2002, segir að búri þýði ruddi, dóni, nískur eða nirfill.

Töskukrabbi (Cancer pagurus) er krabbi af ætt steinkrabba. Hann lifir í Norðursjó, Norður-Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Hann eru rauðbrúnn á lit með hringlaga skjöld og klærnar eru með svarta enda. Krabbinn getur orðið 25 sm í þvermál og vegið allt að 3 kíló

Töskukrabbi og grjótakrabbi eru tiltölulega nýjar tegundir sem hafa verið að nema land við Ísland en áður hafa þær aðallega haldið sig í hlýjum sjó.

Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson
Ljósmynd: Þorgeir Baldursson

Hoffell á landleið með rúm 1.150 tonn.

Hoffell er á landleið með 1.150 tonn af síld sem fer í söltun.  Aflinn fékkst í 6 hölum 90 mílur vestur af Reykjanesi.  Síldin er 280-300 g og er stærri en undanfarið. Hoffell hefur veitt rúm 3000 í þremur túrum á þremur viku. 

 Þetta er síðasti túrinn fyrir jól og skipið fer svo aftur á síldveiðar strax eftir áramótþ

Mynd: Óskar Þór Guðmundssom.

Námskeið og fræðsla

Hjá Loðnuvinnslunni vinna um það bil 180 manneskjur. Þær eru að vonum ólíkar, með ólíkar skoðanir, drauma og þrár líkt og alls staðar annars staðar þar sem fólk lifir og starfar. Deildir fyrirtækisins eru nokkrar, það er útgerðin sem heldur utan um skip og báta. Fiskvinnslan í landi, fiskimjölsverksmiðja, vélsmiðja, rafmagnsverkstæði, trésmíðaverkstæði og skrifstofa.  Innan þessara deilda vinnur fólk ólík störf og þannig gengur keðjan sem heldur fyrirtækinu gangandi. Einn er sá aðili sem hefur það að starfi að hlú að öllu þessu starfsfólki, öryggi þess og aðbúnaði. Það er Arnfríður Eide Hafþórsdóttir mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar. Eitt af hennar hlutverkum er að skipuleggja fræðsluáætlun fyrir starfsfólk. Var rétt kominn skriður á það starf þegar heimsfaraldur skall á en nú hefur heldur betur verið spýtt í lófa og síðan í vor hefur verið boðið upp á ein tíu námskeið. Mörg þessara námskeiða eru sérsniðin fyrir ákveðna starfsstétt á meðan önnur eiga erindi til allra. “Öll námskeiðin eru valkvæð en hafa verið afar vel sótt” sagði Arnfríður og tekur sem dæmi námskeið um næringu og heilsu sem var annars vegar sniðið að hinum almenna starfsmanni og hins vegar sérstakt námskeið fyrir þá aðila sem sjá um matseld, líkt og kokka á skipum sem og fyrir þá aðila sem elda fyrir fólk í landi.

“Við reynum að hafa öll námskeið á vinnutíma en stundum er ekki hægt að koma því þannig við ef að kennarinn getur ekki kennt á þeim tíma, auk þess sem öll þessi námskeið eru okkar fólki að kostnaðarlausu” sagði Arnfríður.  

Sem dæmi um þau námskeið sem boðið hefur verið upp á eru; skyndihjálp, íslenskunámskeið fyrir útlendinga, fjárhagsbókhaldsnámskeið, lyftaranámskeið, sjóvinnunámskeið og starfslokanámskeið. Er þetta hluti af þeirri fræðslu sem starfsfólki LVF hefur verið boðið upp á og dýrmætt að mörg þessara námskeiða nýtast fólki jafnt í einkalífi sem vinnu.

Aðspurð svaraði Arnfríður því til að fræðsluáætlun næsta árs væri metnaðarfull og spennandi en vildi ekki upplýsa of mikið. Nauðsynlegt að halda smá spennu, en hún gat þó sagt frá því að til stæði að bjóða upp á námskeið í iðntölvustýringum. Öll starfsemi Loðnuvinnslunnar  er sífellt að tæknivæðast og í hlutfalli við það þarf meira af sérhæfðu starfsfólki.

Arnfríður sagði einnig að LVF ætti í góðu samstarfi við Austurbrú (stofnun sem sérhæfir sig í símenntun, rannsóknum, atvinnuþróun og markaðssetningu fyrir fólk og fyrirtæki á austurlandi).

Það er eflaust nokkur kúnst að vinna að því að mæta þörfum mismunandi fólks þegar kemur að endurmenntun og fræðslu. Hjá Loðnuvinnslunni starfar fólk af 13 mismunandi þjóðarbrotum sem hvert og eitt hefur menningu upprunalandsins í blóðinu en Arnfríður sagði að það gengi vel að finna fræðslu sem hentaði öllum, sama hvaðan menn kæmu, því það er jú mennskan sem við eigum öll sameiginlegt.

Loðnuvinnslan hefur góða aðstöðu til þess að bjóða upp á mismunandi fræðslu. Í Tanga, gömlu kaupfélagshúsi í eigu móðurfélags Loðnuvinnslunnar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, er huggulegur salur undir súð þar sem gott er að sitja, sötra kaffi og drekka í sig þekkingu. Þá er það Whatnes sjóhúsið sem er ein elsta bygging í Búðaþorpi við Fáskrúðsfjörð og á sér langa sögu. Þar er búið að koma upp góðri aðstöðu með öllum þeim búnaði sem þarf til þess að bera fram þekkingu og kunnáttu.  Því að þegar hið harðduglega starfsfólk Loðnuvinnslunnar sest niður til að bæta við þekkingu sína og kunnáttu í þeim tilgangi að verða betri starfsmenn og/eða til að auðga líf sitt, þá er lagt kapp á að hafa umhverfið notalegt.  Það er skoðun mannauðs- og öryggisstjórans Arnfríðar Eide Hafþórsdóttur og eftir þeirri stefnu vinnur hún.

BÓA

Starfsfólk fiskimjölsverksmiðjunnar á námskeiði um gæðamál. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
Sjómenn af Ljósfelli á sjóvinnunámskeiði.
Námskeið í næringu og heilsu fyrir sjókokka. Ljósmynd: AEH.
Næring og heilsa, námskeið flutt á ensku fyrir erlenda starfsmenn. Ljósmynd: AEH
Íslenska fyrir útlendinga.

Sandfell í 1. sæti og Hafrafell í 2 sæti í nóvember með samtals 602 tonn.

Gríðarlega góður mánuður hjá Sandfelli og Hafrafelli. Sandfell fór í 315 tonn í 22 róðrum, mjög sjaldgjæft að bátar í þessum flokki nái yfir 300 tonna afla á einum mánuði. Mesti aflinn í einum róðri var 25,1 tonn.

Hafrafell fór í 287 tonn í 23 róðrum. Mesti aflinn fór 24,6 tonn.

Mynd: Gísli Reynisson.

Silfur hafsins

Blessuð síldin hefur oft verið kölluð “silfur hafsins”. Er sú nafnbót komin til af því að fátt, eða ekkert,  hefur skapað jafn mikil verðmæti fyrir íslensku þjóðina eins og síldin.  Á síðustu öld voru mörg þorp og bæir allt í kring um Ísland sem lögðu grunn að grósku sinni með þeim verðmætum sem síldin færði. Engu líkara en að upp úr sjónum kæmi hreint silfur.

Hoffell kom til heimahafnar á Fáskrúðsfirði, sunnudaginn 4.desember, með 900 tonn af síld. Var þetta annar túr skipsins á síldarveiðum og óhætt er að segja að vel hafi gengið.

Sigurður Bjarnason er skipstjóri á Hoffelli og aðspurður sagði hann að fiskurinn væri fallegur þrátt fyrir að vera í minni kantinum og vel hefði gengið að afla hans. “Við fengum þessa síld út af Faxaflóa og það tók aðeins tvö hol að ná þessum 900 tonnum” sagði Sigurður og sagði jafnframt að veðrið hefði verið með ágætum þrátt fyrir einn bræludag sem skipstjórinn og áhöfn hans biðu af sér í vari.  Hann sagði líka að það mætti draga þá ályktun að töluverð endurnýjun ætti sér stað í síldarstofninum þegar horft væri til stærðar þeirra sílda sem þeir veiddu og væri það gott.

Nú er síldinni landað og unnin í síldarverkun Loðnuvinnslunnar og síðan heldur Hoffell aftur á miðin og leitar að meiri síld. Þegar skipstjórinn var inntur eftir því hvernig gengi að finna síldina svaraði hann: “Síldin fer sínar leiðir, ef torfa finnst þá getur hún horfið á tveimur tímum ef því er að skipta”.  Ástæðan fyrir því er að sjálfsögðu sú að síldin er snögg í hreyfingum og getur náð miklum sundhraða og á Vísindavefnum má lesa sér til um síld og segir þar meðal annars að “síldin sé talin hafa afburða sjón og góða heyrn miðað við aðra sjófiska”. Þá er eins gott að Hoffell er búið öllum nýjustu tækjum og tólum sem þarf til árangursríkra veiða á uppsjávarfiskum.

BÓA

Verið að landa síld í fallegu vetrarveðri. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Sigurður Bjarnason skipstjóri á Hoffelli

Hoffell er á landleið með 900 tonn.

Hoffell er á landleið með tæp 900. tonn af Síld sem fékkst um 90 mílur vestur af Reykjanesi.  Hoffell verður komið til Fáskrúðsfjarðar um hádegi á morgun. Túrinn gekk vel og fékkst aflinn á aðeins 19 tímum.  Síldin fer öll í söltun.
Hoffell fer aftur út eftir löndun á síldveiðar. 

Mynd: Valgeir Mar Guðmundsson.

Starfsmannaferð til Glasgow

Dagana 25. til 29.nóvember s.l. fór starfsmannafélag Loðnuvinnslunnar til Glasgow í Skotlandi.

Flogið var frá Egilsstöðum og hópurinn sem fór á vegum LVF taldi 76 manns.  Flug á milli austur strandar Íslands og  Skotlands  þykir nokkuð stutt eða tæpar tvær klukkustundir og voru ferðalangar sammála um að flugferðin hefði verið þægileg og þjónustan um borð verið til fyrirmyndar. Margir voru búnir að kynna sér hvað hægt var að gera í borginni, hvaða söfn og sýningar þar væru að finna en aðrir kusu að láta kylfu ráða kasti hvernig dögunum skyldi varið.

Veðrið var með ágætum, smá skúrir af og til fyrstu dagana en síðan brosti sólin á móti fólki.

Una Sigríður Jónsdóttir er starfsmaður LVF og var hún ein af þeim sem fóru í ferðina til Glasgow. Hún sagði að ferðin hefði verið æðisleg, hópurinn frábær og hótelið alveg framúrskarandi. “Þetta var bara í alla staði frábær ferð”, sagði Una   “góðir veitingastaðir þar sem hægt var að borða mikið af góðum mat og enn betri drykkir” bætti hún við kímin.

Una sagði borgina vera að jafna sig eftir erfið Covid ár, líkt og aðrar borgir heimsins, en jólaljósin hefðu verið falleg og fólkið sem mætti þeim í allri þjónustu verið afar indælt og elskulegt og svo var þar afar skemmtilegur jólamarkaður þar sem gaman var að ganga um og skoða.

“Svo eru búðirnar flottar og við vinkonurnar gátum alveg rölt aðeins um þær” sagði Una og ekki laust við að sæluandvarp slyppi af vörum hennar við upprifjunina.  Hún sagði frá því að einn daginn hefði hún gengið rúmlega 21 þúsund skref og henni hefði verið góðlátlega strítt á því að hún hefði nú að öllum líkindum ekki farið svo langt, hún væri jú bara svo smávaxin og tæki þar af leiðandi svo smá skref.  Hún sagði líka að það hefði verið alger snilld að heimsmeistarmótið í knattspyrnu skyldi vera í gangi því margir makar kusu heldur að sitja á kránni og horfa á spennandi fótbolta og á meðan hinn makinn lét greipar sópa í verslunum. Allir ánægðir.

Aðspurð að því hvort að hún hefði tekið sér eitthvað sérstakt fyrir hendur á meðan á dvölinni í Glasgow stóð sagði hún að hún og vinahópur hefðu farið í minigolf á mjög svo sérstakan stað. “Það var líkt og að ganga inn í listaverk, þar sem hver braut bar ákveðið þema úr þekktri bíómynd, og svo fórum við á karioki bar þar sem ákveðnir aðilar úr hópnum slóu í gegn með Lady Gaga laginu Shallow” rifjaði Una upp.

Steinþór Pétursson skrifstofustjóri hjá Loðnuvinnslunni var afar sáttur við Glasgow ferðina. “Þetta var fín ferð” sagði Steinþór “súper staðsetning á hótelinu þar sem aðeins steinsnar var á verslunargötuna fyrir þá sem það kusu og eins steinsnar frá járnbrautastöðinni fyrir þá sem kusu að fara lengra til”.  Sem Steinþór gerði ásamt góðum hópi ferðafélaga. Þau tóku lestina yfir til Edinborgar og eyddu þar dagparti við að ganga um götur, kíkja á jólamarkað og auðvitað að njóta veitinga eins og hefð er fyrir í slíkum ferðum.  Steinþór sagðist hafa gengið nokkuð um borgina til þess að skoða sig um “ég fékk mér gjarnan göngu þegar frúin kíkti í búðirnar” sagði Steinþór og bætti því við að stöku sinnum hefði hann nú staldrað við til að væta kverkarnar og kíkt þá á fótboltann í leiðinni væri hann á skjá hvort sem var.  Steinþór hafði líka orð á því hversu frábært það væri að geta flogið svona á vit ævintýra út í hinn stóra heim frá heimahögum, “þvílík þægindi að lenda og vera kominn heim eftir klukkustund” sagði hann.

Á laugardagskvöldinu bauð Loðnuvinnslan öllum í þriggja rétta máltíð á veitingastað í nágrenni hótelsins sem þau gistu. Una og Steinþór voru sammála um að maturinn hefði verið stórkostlega góður og kvöldið allt hið eftirminnilegasta.

Heyra mátti glögglega á þeim báðum að nú væri bara að bíða næstu ferðar á vegum starfsmannafélagsins því hvað er betra í þessum heimi en að njóta samvista og lífsins lystisemda með góðu samferðafólki.

BÓA

Farþegar að ganga um borð á Egilsstöðum. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Fallegar jólaskreytingar. Ljósmynd: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir
Hótelið sem hópurinn gisti á. Ljósmynd: AEH
Fegurðin grípur augað. Ljósmynd: AEH
Kvöldverðaboð Loðnuvinnslunnar. Ljósmynd: Friðrik Mar Guðmundsson
Jólaljósin eru ekki spöruð. Ljósmynd: AEH.

Sandfell og Hafrafell aflahæðstir það sem af er nóvember.

Sandfell með 190 tonn í 14 róðrum og Hafrafell með 184 tonn í 15 róðrum.

Sæti áðurNafnHeildarafliRóðrarMesti afliHöfn
11Sandfell SU 75189.61425.1Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
23Hafrafell SU 65183.41524.6Neskaupstaður, Vopnafjörður, Breiðdalsvík
34Kristján HF 100155.9923.1Eskifjörður, Neskaupstaður
416Indriði Kristins BA 751153.51023.6Tálknafjörður, Vopnafjörður, Ólafsvík
58Tryggvi Eðvarðs SH 2151.31224.9Ólafsvík
65Jónína Brynja ÍS 55144.31612.2Bolungarvík
72Fríða Dagmar ÍS 103142.61512.7Bolungarvík
812Gísli Súrsson GK 8123.51118.8Eskifjörður, Neskaupstaður, Stöðvarfjörður
99Háey I ÞH 295121.91218.0Húsavík, Raufarhöfn
1014Einar Guðnason ÍS 303120.51118.9Suðureyri, Þingeyri
117Óli á Stað GK 99118.51611.3Siglufjörður, Dalvík
126Auður Vésteins SU 88115.81219.2Stöðvarfjörður, Neskaupstaður
1317Særif SH 25107.0820.0Rif, Hafnarfjörður, Arnarstapi
1413Vigur SF 80106.8722.4Neskaupstaður
1518Stakkhamar SH 22097.11211.6Rif, Arnarstapi
1621Vésteinn GK 8896.3818.9Stöðvarfjörður
17Sævík GK 75775.01014.9Sandgerði, Grindavík
1811Gullhólmi SH 20169.2521.2

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Mynd: Þorgeir Baldursson.

Hoffell kemur í kvöld með rúm 800 tonn af Síld.

Hoffell kemur í kvöld með rúm 800 tonn af Síld sem verður söltuð.  Aflnn fékkst 90 mílur vestur af Reykjanesi og eru 380 mílur af miðunum á Fáskrúðsfjörð. Veður var leiðinlegt á miðunum næstum allan túrinn.

Mynd: Valgeir Mar Friðriksson.