Lýsisskip

Í gær kom tankskipið AQASIA til Fáskrúðsfjarðar til að lesta um 1100 tonn af lýsi hjá LVF. Kaupandinn er Fiskernes Fiskeindustri Amba, Skagen, Danmörku.

Tróndur í Götu

Færeyska skipið Tróndur í Götu kom til Fáskrúðsfjarðar í nótt með um 1000 tonn af loðnu. Loðnan verður kúttuð og hrognin fryst hjá LVF.

Framúrskarandi fyrirtæki 2012

Loðnuvinnslan hf var að mati Creditinfo valið eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2012. Creditinfo vann ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins m.v. ýmsar lykiltölur og breytur.

LVF þakkar kærlega fyrir viðurkenninguna.

Finnur Fríði

Færeyska skipið Finnur Fríði kom til Fáskrúðsfjarðar í dag með um 2000 tonn af loðnu. Loðnan verður kúttuð og hrognin fryst hjá LVF.

Hrognafrysting hafin

Frysting á loðnuhrognum hófst hjá LVF í dag, en verið er að vinna hrogn úr farmi Hoffells sem kom til Fáskrúðsfjarðar í gærkvöldi.

Júpiter

Færeyska skipið Júpiter kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með um 1900 tonn af loðnu. Unnin verða hrogn úr farminum hjá LVF.

Hoffell

Hoffell er á landleið með um 1030 tonn af loðnu. Áætlaður komutími er um 21:30. Skipið heldur til sömu veiða að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 1130 tonnum af loðnu. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Kap landaði á mánudaginn

Kap VE., skip Vinnslustöðvarinnar hf., landaði hjá LVF mánudaginn 25. febrúar s.l. 1236 tonnum af loðnu í bræðslu.

Fagraberg

Í dag er verið að landa úr færeyska skipinu Fagrabergi um 1300 tonnum af loðnu. Loðnan fer í bræðslu hjá LVF.

Christian í Grótinum

Færeyska skipið Christian í Grótinum er væntanlegt til Fáskrúðsfjarðar í dag með um 1000 tonn af loðnu til vinnslu hjá LVF.

Hoffell

Hoffell kom til Fáskrúðsfjarðar í gær með um 1000 tonn af loðnu til vinnslu hjá LVF.