Hoffell

Hoffell er nú á landleið með um 300 tonn af makríl og síld.

Hoffell

Nú eru veiðar og vinnsla á makríl komin í fullan gang. Hoffell er búið að landa þrem túrum. 365 tonnum 11. júlí. 300 tonnum 14. júlí og 200 tonnum í gær, þann 16 júlí. Ljósafell er einnig komið af stað í makríl.

LVF gefur upphringibúnað í sjúkrabílinn

Á dögunum var tekinn í notkun upphringibúnaður við hjartasuðtæki í sjúkrabílnum á Fáskrúðsfirði. Búnaðurinn er gefinn af Loðnuvinnslunni hf. Bíllinn á Fáskrúðsfirði er sá fyrsti á Austurlandi sem hefur slíkan búnað. Þessi búnaður gerir sjúkraflutningamönnum kleyft að senda hjartalínurit og upplýsingar um ástand sjúklings samstundis úr bílnum til Hjartagáttarinnar á Landspítalanum og til vakthafandi læknis hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þetta gerist um leið og línuritið er tekið í sjúkrabílnum. Þannig geta vakthafandi læknar strax metið ástand sjúklings í sjúkrabíl áður en hann kemur á heilbrigðisstofnun, undirbúið móttöku hans og gefið fyrirmæli um meðferð á meðan á flutningi stendur. Þessi búnaður er ekki staðalbúnaður í sjúkrabílum á Íslandi, en er kominn í bíla á nokkrum stöðum á landinu. Búnaðurinn eykur mjög á öryggi sjúklinga og bætir starfsaðstöðu sjúkraflutningamanna. Á Austurlandi eru sjúkraflutningar að jafnaði lengri en í stærri samfélögum vegna vegalengda. Í flestum tilfellum er áfangastaður hjartasjúklinga á Austurlandi Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað eða Landspítalinn í Reykjavík.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa síðasta túrnum af bolfiski á þessu fiskveiðiári. Aflinn er um 85 tonn, mest þorskur. Næsta verkefni skipsins er að veiða makríl.

Ljósafell

Ljósafellið landar þétt þessa dagana. Í morgun landaði skipið 31 tonni sem var að mestu þorskur, en á mánudag landaði skipið um 100 tonnum og var uppistaðan þá ufsi, 63 tonn. Ljósafell er farið aftur á veiðar og landar næst mánudaginn 8.júli, en það verður væntanlega síðasta löndun á bolfiski á þessu fiskveiðiári sem endar 31. ágúst.

Ljósafell

Ljósafell er komið aftur inn, en skipið fór út kl 13:00 í gær. Aflinn er um 30 tonn eftir þennan sólarhring og er uppistaðan þorskur. Skipið fer aftur út að löndun lokinni kl 17:00.

Ljósafell

Ljósafell er nú í landi með um 97 tonna afla. Uppistaðan er þorskur og ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag 25 júní, kl 13:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa. Aflinn er um 90 tonn og uppistaðan þorskur. Skipið heldur aftur til veiða í kvöld 18. júní kl 22:00

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan er þorskur. Skipið heldur aftur til veiða miðvikudaginn 12. júní kl 13:00.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan er ýsa 65 tonn og þorskur 32 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag 5.júní kl. 13:00.

Ljósafell 40 ára

Í dag eru liðin 40 ár frá því að Ljósafell SU 70 lagðist fyrst að bryggju á Fáskrúðsfirði. Skipið var smíðað í Narazaki Shipbuilding LTD í Muraran í Japan og bar smíðanúmerið 809. Ljósafell var 9. skuttogarinn í röðinni sem smíðaður var fyrir Íslendinga á þessum tíma. Heimsiglingin tók 6 vikur og var farið í gegnum Panamaskurðinn. Ljósafell hefur alla tíð verið mikið happaskip og er það búið að fiska 144.000 tonn á þessum 40 árum. Skipstjórar hafa verið þrír: Guðmundur Ísleifur Gíslason 1973-1980, Albert Stefánsson 1981-1994 og Ólafur H. Gunnarsson frá 1995. Afmælis Ljósafells verður minnst í Félagsheimilinu Skrúði að lokinni messu á sjómannadaginn 2. júní.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa og er aflinn um 100 tonn. Uppistaðan er þorskur 50 tonn og ufsi 42 tonn. Skipið heldur aftur til veiða á morgun, þriðjudag kl 13:00