Ljósafell

Ljósafell kom inn í gær eftir þriggja daga veiðiferð með 100 tonn af þorski, karfa og ufsa.

Skipið fer út aftur n.k. miðvikudag.

Hoffell

Hoffellið kom í dag með um 300 tonn af síld og makríl

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með um 205 tonn af makríl og síld.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 335 tonnum af makríl og síld. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með um 175 tonn af makríl sem fékkst í nótt.

Hoffell

Hoffell kom til löndunar á mánudag með um 300 tonn af makríl og síld. Skipið kom síðan aftur inn til löndunar í morgun, 4 september með um 200 tonn af makríl og síld.

Hoffell

Hoffell hefur landað mjög þétt að undanförnu í makríl og síld.

Sunnudagur 25. ágúst 385 tonn.

Mánudagur 26. ágúst 90 tonn.

Þriðjudagur 27. ágúst 130 tonn.

Miðvikudagur 28. ágúst 450 tonn.

Hoffell

Hoffell landaði í gær 22. ágúst 257 tonnum af makríl og síld. Skipið er farið aftur til sömu veiða.

Hoffell

Hoffell landaði fyrsta makrílnum eftir sumarlokun í gær. Aflinn var 157 tonn. Skipið er farið aftur til sömu veiða.

KFFB 80 ára

Í dag eru liðin 80 ár frá stofnun Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga. Stofnfundur félagsins var haldinn 6. ágúst 1933 í samkomuhúsinu Álfheimum á Búðum, sem nú heitir Kirkjuhvoll. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þórarinn Grímsson Víkingur bóndi Vattarnesi, formaður, Björn Daníelsson kennari, Búðum og Björgvin Benediktsson útgerðarmaður, Búðum og til vara Höskuldur Stefánsson bóndi í Dölum. Fyrsti kaupfélagsstjóri KFFB var Björn I. Stefánsson. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og dótturfyrirtæki þess hafa um áratugaskeið verið aðal burðarásar í atvinnulífi Fáskrúðsfirðinga og starfsemin byggst að mestu á sjávarútvegi. Aðal eign félagsins í dag er 83% hlutafjár í Loðnuvinnslunni hf sem rekur öfluga sjávarútvegsstarfsemi á Fáskrúðsfirði með um 150 starfsmenn. Félagsmenn KFFB eru um 200.

Stjórn KFFB skipa í dag: Steinn B. Jónasson, formaður, Elvar Óskarsson, varaformaður, Högni P. Harðarson, ritari, Berglind Ó. Agnarsdóttir og Jónína G. Óskarsdóttir. Varamenn: Magnús B. Ásgrímsson, Elsa S. Elísdóttir og Smári Júlíusson. Kaupfélagsstjóri er Gísli J. Jónatansson.



Haldið verður upp á 80 ára afmæli Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga laugardaginn 31. ágúst n.k.

Hoffell

Hoffell kom inn í nótt með um 200 tonn af makríl og síld. Þetta er síðasti túrinn fyrir stutta sumarlokun í landvinnslu LVF.

Hoffell

Hoffell er nú að landa um 240 tonnum af makríl og síld. Aflinn er allur flokkaður til manneldis. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.