Ljósafell

Ljósafell er komið að land með fullfermi, eða um 100 tonn af blönduðum afla. Skipið heldur aftur til veiða á mánudag, 19. maí kl 20:00

Hoffell

Hoffell er nú að landa fullfermi af kolmunna. Skipið heldur aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með um 80 tonn af fiski fyrir frystihúsið. Aflinn fékkst á stuttum tíma frá því á föstudagskvöldi, en þá var skipið dregið til hafnar af Barða NK. Ljósafellið hafði sem sagt fengið trjádrumba í skrúfuna á Stokksnesgrunni. Sem betur fer lítur út fyrir að ekkert hafi skemmst í þeim látum. Skipverjum á Barða eru sendar bestu þakkir og óskir um góða veiði. Ljósafell fer næst á sjó á þriðjudagsmorgun, 13 maí kl 08:00

Hoffell

Hoffell er væntanlegt í dag. 7. maí, með fullfermi af kolmunna.

Ljósafell

Ljósafell er komið inn með öll kör full, eða um 100 tonn. Skipið fer aftur á veiðar á þriðjudag, 6 maí kl 13:00

Finnur Fridi

Finnur Fridi kom sl. þriðjudag með um 2300 tonn af kolmunna til bræðsu.

Hoffell

Hoffell kom inn í morgun með fullfermi af kolmunna 1300-1400 tonn. Byrjað verður að landa kl. 20,00

Finnur Fridi

Finnur Fridi kemur í kvöld með 2500 tonn af kolmunna. Um 330 mílur er af miðunum.

Ljósafell

Ljósafell kom inn í dag, (annan í páskum) með fullfermi. Skipið heldur aftur á veiðar á miðvikudag 23. apríl kl 20:00

Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga

Aðalfundur KFFB var haldinn 11. apríl s.l.

Hagnaður árið 2013 skv. samstæðureikningi var kr. 428 millj.

Eigið fé KFFB 2,726 millj. eða 99% af niðurstöðu efnahagsreiknings.

Aðaleign félagins er 83% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni hf.

Í stjórn KFFB eru: Steinn B. Jónasson, Elvar Óskarsson, Högni P. Harðarson, Jónína G. Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Magnús Ásgrímsson, Elsa S. Elísdóttir og Smári Júlíusson.

Kaupfélagsstjóri er Friðrik Mar Guðmundsson.

Mynd frá borðhaldi eftir aðalfund: Fv. Valborg Jónsdóttir og Magnús Þorri Magnússon. Fh. Jens Garðar Helgason og Gísli Jónatansson.

Hoffell

Hoffell er nú á landleið með rúm 1100 tonn af kolmunna sem veiddist í Færeysku lögsögunni. Veiðiferðin er tekin í beinu framhaldi af slipp í Þórshöfn í Færeyjum, þar sem skipið var botnhreinsað og málað.

Rausnarleg gjöf

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í síðustu viku kom Friðrik framkvæmdarstjóri Loðnuvinnslunar og afhenti okkur heldur betur rausnarlega gjöf frá Kaupfélaginu. Gefnir voru þrír I-pad til leikskólans og nú vinnur starfsfólk að því að safna gagnlegum kennsluforritum í þá svo við getum farið að koma þeim í umferð hjá okkur. Þökkum kærlega fyrir gjöfina, hún á eftir að nýtast vel.

Hrafnhildur