Hoffell

Hoffell kom inn kl. 13.oo með 34o tonn af makríl eftir 18 tíma túr. Skipið fer út á laugardag.

Hoffell

Hoffell er á landleið með um 240 tonn af makríl og síld. Skipið fer aftur til sömu veiða að löndun lokinni.

Makrílveiðar og vinnsla

Veiðar á makríl hafa gengið vel að undanförnu. Hoffell landaði um 1000 tonnum í síðustu viku og hefur komið með um 850 tonn í þessari. Þrjár landanir í hvorri viku. Loðnuvinnslan hefur því tekið á móti um 3200 tonnum af makríl á vertíðinni og nánast allur aflinn farið til manneldis.

Hoffell

Hoffell kom með um 380 tonn af makríl í gærkvöld og fer út i kvöld.

Hoffell

Hoffell kom með tæp 400 tonn af makríl í gær og fer út í kvöld.

Hoffell

Hoffell kom í morgun með góð 200 tonn af makríl eftir rúman sólarhring á veiðum.

Hoffell

Hoffell kom með um 300-350 tonn af makríl og öðrum afla í morgun.

Hoffell

Hoffell kom inn í gær með um 380 tonn af makríl. Þetta er fyrsti farmur eftir sumarlokun vinnslu og fer nú allt á fulla keyrslu aftur.

Norskir loðnubátar

Fimm norskir loðnubátar hafa lagt upp sumarloðnu til frystingar og bræðslu síðustu fimm daga. Þessir bátar eru Nordervon, Gerda María, Havglans, Rogne og núna í dag kom Raw með um 800 tonn.

Samtals hafa þessi skip landað um 45oo tonnum. Þetta er góð viðbót fyrir fyrirtækið.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa síðasta bolfiski fiskveiðiársins. Aflinn er um 60 tonn, og uppistaðan ufsi. Skipið á eftir að klára makrílkvótann þetta sumarið og fer fljótlega í það verkefni.

Ljósafell

Ljósafell kom inn á Sunnudag kl 11:00 með um 80 tonn. Uppistaða aflan er ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á mánudag 7. júlí kl 20:00

Stórt framfaraskref fyrir fyrir fyrirtækið

Hoffelli, nýju skipi Loðnuvinnslunnar hf. var fagnað í gær þegar því var siglt inn í heimahöfn frá Noregi. Margt fólk var við móttökuathöfn þegar skipið lagðist að bryggju. Það má ætla að um 700 manns hafi komið um borð til að skoða nýja Hoffellið og þegið léttar veitingar.

Sigurbjörg Bergkvistdóttir gaf skipinu formlega nafn Hoffell SU-80, Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir blessaði skipið og ræður fluttu Friðrik Mar Guðmundsson framkv. stj. LVF, Gísli Jónatansson fv. framkv.stj. LVF og Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Þessi dagur var mikill hátíðisdagur fyrir íbúa Fáskrúðsfjarðar.