Ljósafell

Ljósafell landaði í gær 5. mars í Reykjavík. Aflinn var 54 tonn og fór allur á fiskmarkað. Skipið hefur nú lokið við 67 togstöðvar af alls 183 sem skipið tekur þetta árið í Togararalli Hafrannsóknarstofnunar. Brottför er áætluð á sunnudagskvöld 8. mars.

Finnur Fridi

Finnur Fridi landaði 28/2 rúmum 1800 tonnum af loðnu til hrognatöku.

Hoffell II

Hoffell II er á leið til Vopnafjarðar með um 1100 tonn af loðnu til hrognatöku.

Hoffell II

Hoffell SU 802 ( gamla ) landaði um 850 tonnum á Akranesi eftir brösugan túr. Skipið er nú á leið á loðnumiðin vestur af Reykjanesi.

Hoffell

Hoffell SU 80 ( nýja ) er á landleið með fullfermi af loðnu.

Hoffell

Hoffell SU 80 ( nýja ) er á landleið með um 1300 tonn af loðnu. Verður kominn milli 17:00 og 18:00.

Hoffell II

Hoffell SU 802 ( gamla ) landaði um 400 tonnum á Vopnafirði í gær, og er á leið aftur á loðnumiðin.

Ljósafell

Ljósafell er að landa á Eskifirði í dag (Sunnudag)

Aflinn er um 53 tonn og uppistaðan karfi. Skipið kemur yfir á Fáskrúðsfjörð að því loknu til veiðafæraskipta, því framundan er árlegt „Togararall“ fyrir Hafrannsóknarstofnun. Brottför áætluð á miðvikudag 25. febrúar kl 17:00

Hoffell

Hoffell SU 80 ( nýja ) er á landleið með um 1.280 tonn af loðnu. Kemur í land um kl 21:00

Hoffell II

Hoffell SU 802, ( gamla ) landaði 900 tonnum af loðnu á Vopnafirði í gær. Skipið er á leið aftur á loðnumið.

Hoffell

Hoffell SU 80,( nýja ) landaði 1.455 tonnum af loðnu á Fáskrúðsfirði í gær. Skipið er komið aftur á loðnumiðin.

Ljósafell

Ljósafell landaði á Eskifirði í gær, Sunnudaginn 15. febrúar. Aflinn var um 75 tonn og uppistaðan ufsi og karfi sem fór á fiskmarkað. Skipið heldur aftur til veiða á þriðjudag 17. febrúar kl 13:00