Hoffell II

Hoffell SU 802 hefur lokið loðnuveiðum að þessu sinni og skilaði nótinni í land í Reykjavík í gærkvöldi. Alls voru veidd 5.100 tonn af loðnu fyrir HB-Granda á vertíðinni og landað á Vopnafirði og Akranesi.

50.000 tonn af hráefni frá áramótum

Loðnuvinnslan hefur tekið á móti 50.000 tonnum af loðnu og kolmunna frá áramótum. Loðnan hefur verið unnin til frystingar, hrognatöku og bræðslu, en kolmunninn hefur farið í bræðslu.

Hoffell

Hoffell SU 80 er á landleið með um 670 tonn af loðnu og rifna nót. Með þessum afla er kvóti skipsins nánast búinn.

Hoffell

Hoffell kom með fullfermi af loðnu í nótt og verður landað til hrognatöku.

Norderveg

Norderveg kemur inn um hádegi með 1000 tonn af kolmunna.

Hoffell II

Hoffell II SU 802 er lagt af stað til Vopnafjarðar með fullfermi af loðnu.

Ljósafell

Ljósafell verur til löndunar í Reykjavík í fyrramálið. Skipið er nú búið að ljúka 101 togstöð í Togararallinu. Aflinn er um 20 tonn. Skipið heldur áfram í rallinu að löndun lokinni.

5.ooo tonn af loðnu til hrognatöku

Hoffell, Finnur Fridi og Júpiter koma í kvöld og nótt með um 5000 tonn af loðnu til hrognutöku. Loðnan er vel kæld um borð í skipunum.