Afskipanir á mjöli og lýsi

Hinn 23. janúar 2005 lestaði flutningaskipið Satúrn 1430 tonn af mjöli til Danmerkur og í dag lestaði Freyja 1200 tonn af lýsi, sem skipið flytur til Noregs.

Loðnan streymir á land

Ingunn AK 100 landaði í nótt um 2000 tonnum af loðnu hjá LVF og Faxi RE 9 kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun með 1400 tonn. Þá er von á Bergi VE 44 síðar í dag með 1200 tonn.

Tveir landa loðnu

Víkingur Ak 100 landaði í nótt 636 tonnum af loðnu og Ísleifur VE 63 440 tonnum.

Bergur á leiðinni

Bergur VE 44 er á leið til Fáskrúðsfjarðar með um 1200 tonn af loðnu.

Loðnulandanir

Tveir loðnubátar komu til Fáskrúðsfjarðar í nótt með loðnu til löndunar hjá LVF. Það eru Faxi RE með um 1400 tonn og Bergur VE með um 400 tonn.

Loðnulandanir

Í morgun landaði Víkingur AK um 1000 tonnum af loðnu og kl. 11.00 var Bergur VE kominn með önnur 1000 tonn.

Hjónaball 2005

Í kvöld fer fram hið árlega hjónaball Fáskrúðsfirðinga, en talið er að slíkar samkomur hafi verið haldnar á Fáskrúðsfirði nær óslitið frá árinu 1896. Hjónaballsnefndin, sem í eru 12 manns, hefur starfað frá því í nóvember 2004 að undirbúningi, en formaður nefndarinnar að þessu sinni er Lars Guðmundur Hallsteinsson. Á meðan á borðhaldi stendur verður boðið upp á vönduð heimatilbúin skemmtiatriði, þar sem farið er á léttu nótunum yfir það helsta sem átt hefur sér stað á liðnu ári. Fastir liðir á skemmtidagskránni eru m.a. annáll síðasta árs, hjónaballsnefndarvísur og fjöldasöngur. Maturinn er frá Hótel Bjargi á Fáskrúðsfirði með kokkinn Sverri Ágústsson í fararbroddi. Að loknu borðhaldi leikur hljómsveitin Von frá Sauðárkróki fyrir dansi. Í hjónaballsnefndinni eru að þessu sinni auk Lars formanns, Jóhanna Kristín Hauksdóttir, Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, Dagný Hrund Örnólfsdóttir, Anders Kjartansson, Bergur Einarsson, Björgvin Már Hansson, Níels Pétur Sigurðsson og Jóhannes Guðmar Vignisson.

Góða skemmtun.

Loðnulandanir

Tveir bátar eru á leið til Fáskrúðsfjarðar með loðnu. Þeir eru Hoffell sem er með um 1100 tonn og Ingunn AK með 2000 tonn.

Fyrsta loðnan

Hoffell kom í morgun með fullfermi af loðnu sem er fyrsti farmurinn á þessari vertíð sem berst til Fáskrúðsfjarðar. Af því tilefni færði Magnús Ásgrímsson verksmiðjustjóri áhöfninni á Hoffelli rjómatertu. Á myndinni sést Magnús afhenda Bergi Einarssyni skipstjóra tertuna

Verkstjóri

Loðnuvinnslan h/f óskar eftir að ráða verkstjóra nú þegar við fiskvinnslu félagsins.

Skriflegar umsóknir, er greini aldur menntun og fyrri störf, sendist til Gísla Jónatanssonar framkvæmdastjóra, sem gefur nánari upplýsingar.

Gleðilegt nýtt ár 2005

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og Loðnuvinnslan h/f óska Austfirðingum, svo og landsmönnum öllum, farsældar á nýju ári með þakklæti fyrir samskiptin á liðnum árum.

Firmakeppni í knattspyrnu

Firmakeppni Hótels Bjargs og Leiknis í innanhússknattspyrnu var haldin í 8. sinn 30. desember s.l. og fór lið salthúss og frystihúss LVF með sigur að hólmi. Sigurvegararnir fengu að launum pítsaveislu á Hótel Bjargi og farandgrip mikinn til varðveislu, sem LVF gaf á sínum tíma. Á síðastliðnu ári hafði þessi gripur verið í höndum fiskimjölsverksmiðju LVF. Að þessu sinni voru leikmenn sigurliðsins allir af erlendu bergi brotnir eða þeir Ifet, Samir, Kenan og Adnan frá Bosníu, Rimantas frá Litháen og Andrzej frá Póllandi.