Ljósafell

Ljósafell er a landleið með fullfermi af blönduðum afla. Landar kl 06:00 i fyrramálið. Brottför kl 13:00 þriðjudag.

Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga

Aðalfundur KFFB var haldinn 17. apríl sl. Hagnaður árið 2014 var skv. samstæðureikningi var kr. 826 millj. Eigið fé KFFB var 3.554 millj. eða 99% af niðurstöðu efnahagsreiknings.

Stærsta einstaka eign félagsins er 83% eignarhlutur í Loðnuvinnslunni hf.

Í stjórn KFFB eru Steinn B. Jónasson, Elvar Óskarsson, Högni Páll Harðarson, Jónína Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Magnús Ásgrímsson, Elsa Elísdóttir og Smári Júlíusson.

Hagnaður Loðnuvinnslunnar hf. 2014 1.001 millj.

Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf var haldinn 17. apríl sl. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2014 var 1.001 millj. sem er 85% hærra en ári 2013. Tekjur LVF að frádregnum eigin afla voru kr. 5.823 millj. Eigið fé félagsins í árslok 2014 var kr. 3.900 millj, sem er 44% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Hlutafé LVF er kr. 700 millj. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut. Samþykkt var að greiða 14% arð til hluthafa eða kr. 98 millj.

Stjórn LVF er þannig skipuð: Lars Gunnarsson, Elvar Óskarsson, Steinn Jónasson, Jónína Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Björn Þorsteinsson og Högni Páll Harðarson.

Ljósafell

Ljósafell landaði í morgun 54 tonnum af blönduðum afla. Skipið hélt aftur til veiða kl 11:00.

Malene S

Malene S kom í dag með rúm 1500 tonn af kolmunna.

Ljósafell

Ljósafell er á landleið með um 85 tonn, uppistaðan ufsi. Skipið heldur aftur til veiða á mánudag kl 17:00

Vorfundir 2015

Aðalfundir Innri og Ytri deilda KFFB verða haldnir í kaffistofu frystihússins miðvikudaginn 15. apríl 2015 kl. 20:00.





Aðalfundur Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga verður haldinn í Wathneshúsinu föstudaginn 17. apríl 2015 kl. 17:30.





Aðalfundur Loðnuvinnslunnar hf. verður haldinn í Wathneshúsinu föstudaginn 17. apríl 2015 kl. 18:30.





Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.

Starfsmannafélag LVF

Aðalfundur Starfsmannafélags Loðnuvinnslunnar hf. verður haldinn í kaffistofu frystihússins mánudaginn 13. apríl 2015 kl. 17:00.



Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Lagabreytingar.

5. Önnur mál.

Ljósafell

Ljósafell landaði á laugardag (4.apríl) um 100 tonnum, og kom aftur í gærkvöld (7. apríl) með um 50 tonn. Uppistaða aflans hefur verið þorskur og ufsi. Skipið hélt aftur til veiða í morgun kl 08:00

Keyptur nýr gufuþurrkari.

Þann 27. mars sl. var skrifað undir kaup á nýjum gufuþurrkara frá Haarslev í Danmörku fyrir fiskimjölsverksmiðju LVF. Þurrkarinn er 697m2 og afkastar 500 tonnum af mjöli á sólarhring. Elsti þurrkarinn verður settur út í staðinn, nýr þurrkari er 40% stærri en sá eldri. Afköst ættu að aukast um 100-200 tonn á sólarhring.

Þrándur í Götu með 2.600 tonn.

Þrándur í Götu kemur á morgun með um 2.600 tonn af kolmunna til bræðslu, hann er veiddur í landhelgi Írlands. Íslensk skip hafa ekki leyfi til að veiða á þessu svæði.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa á Eskifirði. Aflinn er um 60 tonn og uppistaðan karfi og ufsi. Fiskurinn fer allur á markaði. Brottför skipsins er á þriðjudag 31. mars kl 17:00