Línubátar í janúar

Janúar hefur einkennst af ótíð og talsvert um frátafir frá veiðum sökum veðurs. Línubátarnir sem leggja upp hjá Loðnuvinnslunni fiskuðu þó ágætlega þegar gaf og endaði Hafrafell SU 65, með 188 tonn og Sandfell SU 75, með 158tonn.

Samkvæmt samantekt Aflafrétta endaði Hafrafell í fyrsta sæti og Sandfell í þriðja sæti fyrir landið í þessum bátaflokki.

Sjá samantekt aflafrettir.is á eftirfarandi vefslóð: http://www.aflafrettir.is/frettir/grein/batar-yfir-21-bt-i-jannr8/5191

Ljósafell

Ljósafell landaði í morgunn rúmum 100 tonnum og var uppistaðan þorskur. Skipið heldur aftur til veiða á morgunn, þriðjudaginn 4. febrúar kl 08:00.

Hoffell

Hoffell landaði kolmunna í gær, samtals 1.270 tonn. Þessi kolmunni veiddist í Færeysku lögsögunni. Innan tíðar verður svo hugað að kolmunna á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi.

Ljósafell

Ljósafell landaði tæpum 100 tonnum á þriðjudag. Uppistaða aflans var þorskur og ufsi. Skipið fór aftur til veiða kl 16:00 á miðvikudag.

Ljósafell

Ljósafell kom inn til löndunar í gær með um 50 tonn af blönduðum afla, mest ýsu. Skipið heldur aftur til veiða í kvöld, 20. janúar kl 20:00.

Ljósafell

Ljósafell landaði í gær um 50 tonnum og var uppistaðan þorskur. Skipið hélt aftur til veiða að löndun lokinni. Ljósafell landaði líka á laugardaginn 11. janúar og var aflinn líka um 50 tonn, en þá var uppistaða aflans ýsa.

Hoffell

Hoffell landaði fyrsta kolmunna ársins á föstudag 10. janúar. Aflinn var 586 tonn. Skipið fór aftur til sömu veiða í gær, 14. janúar, en mikil ótíð hefur einkennt komunnaveiðar það sem af er janúar.

Ljósafell

Ljósafell er nú að landa um 82 tonnum. Uppistaða aflans er þorskur og ýsa. Skipið heldur aftur til veiða á miðvikudag, 8. janúar kl 13:00.

Hoffell

Hoffell komi til löndunar í gær með rúm 1.000 tonn af kolmunna. Þar með er komið jólafrí á uppsjávarveiðum. Við tekur að að dytta að ýmsu áður en næsta törn byrjar eftir áramót.