Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f var haldinn í Wathnesjóhúsinu þann 16. júní 2020.  Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2019 var 2.067 millj á móti 700 millj árið 2018.  Tekjur LVF voru 12.816 millj sem er 8% aukning frá fyrra ári. Tekjur að frádregnum eigin afla voru 10.447 millj. Veltufé frá rekstri var 2.678 millj á móti 1.533 millj. 2018.  Eigið fé félagsins í árslok 2019 var 9.918 millj. sem er 52% af niðurstöðu efnahagsreiknings.  Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut.  Afkoma félagsins var mjög góð og er 2019 besta ár í sögu félagsins þrátt fyrir loðnubrest.  Allar deildir félagsins gengu vel.
Samþykkt var að greiða 20% arð til hluthafa eða 140 millj.

Stjórn LVF er þannig skipuð Elvar Óskarsson stjórnarformaður, Steinn Jónasson, Högni Páll Harðarsson, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir og Elsa Sigrún Elísdóttir.
Varamenn Jónína Guðrún Óskarsdóttir og Jóna Björg Jónsdóttir.

Fundurinn var allvel sóttur og greinagóð skýrsla stjórnarformanns um starfssemi síðasta árs var upplýsandi og fræðandi. Þar kom Elvar inná allar þær uppbyggingar og endurnýjanir í tækjum og búnaði sem fjárfest hefur verið í og sömuleiðis  leit hann svolítið til framtíðar, talaði um hvaða áætlanir stjórnin hefur til næstu ára. Ef allt gengur að vonum þá er verður hin bjarta nútíð Loðnuvinnslunnar að enn bjartari framtíð.

Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri fór yfir reikningana og fjallaði í stuttu máli um afla skipa og báta í rekstri fyrirtækisins, vinnsluna í landi, sölu afurða og fleira sem kemur að rekstrinum og skilar þeirri niðurstöðu sem talin er hér að ofan.

Að fundi loknum var öllum fundargestum boðið í mat á veitingastaðnum L´Abri.

BÓA