Óhætt er að segja að afrek hafi verið unnin á hinum ýmsu sviðum á síðast liðnum vikum og mánuðum.  Afrek þessi eru ýmist stór eða smá, og færa má rök fyrir því að öll afrek séu mikilvæg þó mismikið sé.

Í frystihúsi Lvf hafa afrek verið unnin. Í fyrsta lagi sú staðreynd að frystihúsið hélt sinni starfsemi gangandi í gegn um Covid með öllum þeim takmörkunum og reglum sem þá voru í gildi.  Og i öðru lagi var sett þar framleiðsumet á dögunum.

Þorri Magnússon er framleiðsustjóri Loðnuvinnslunar og aðspurður svaraði hann því til að búið væri að aflétta nokkrum af þeim reglum sem tóku gildi í Covid en aðrar væru enn við lýði. “Það er búið að aflétta vaktaskiptum, nú starfa allir á sama tíma, en það eru enn strangar umgengisreglur” sagði Þorri og bætti því við að óneitanlega saknaði hann heimsókna fyrrum starfmanna og vina frystihússins en nú væru breyttir tímar.  “Okkar markmið var frá upphafi að gæta að öryggi starfsmanna, tryggja atvinnuöryggi og tryggja afhendingaöryggi á þeim vörum sem við framleiðum” bætti hann við, en frystihúsið framleiðir fisk sem fólk um allan heim neytir og er hlekkur í þeirri keðju sem við mannfólkið treysum á til að skaffa okkur mat. “Allt var þetta gerlegt vegna þess hve starfsfólk frystihússins var tilbúið til þess að leggja sitt af mörkum og með samstilltu átaki var þetta gert” sagði Þorri.

Framleiðslustjórinn þakkaði líka starfsfólkinu fyrir þess hlut í þeirri staðreynd að á 5 dögum fóru 200 tonn í gegn um frystihúsið og er það mesti afli sem unnin hefur verið á einni vinnuviku. Unnið var í 8 klst á dag og sami fjöldi af fólki.  “Tæknibreytingarnar sem orðið hafa í frystihúsinu á sl. 3-5 árum gera okkur þetta kleift auk framúrskarandi starfsfólks” sagði Þorri og bætti því við að þetta væri 100%  aukning síðan fyrir tæknibreytingu. “Þessar miklu breytingar sem orðið hafa á tækjakosti gerir það að verkum að árangurinn verður meiri í öllum skilningi. Við framleiðum meira magn á styttri tíma , við framleiðum verðmætari vöru í þeim skilningi að hún er  “tilbúin á disk” þ.e. okkar kaupendur þurfa aðeins að pakka vörunni í þær umbúið sem þeir kjósa, og laun starfsmanna hækka”.  Því með aukinni framleiðslu  hækkar bónusinn og þar með laun. “Það er sama hvar gripið er niður, starfsfólkið sem vinnur við framleiðsluna eða tæknimenn, þetta er allt afburða mannskapur” sagði Þorri Magnússon framleiðslustjóri að lokum.

BÓA

Úr vinnslusal frystihússins