Ljósafell kom inn til löndunar í morgunn með fullfermi. Aflinn er blandaður, þorskur, ýsa, ufsi og karfi.
Túrinn er merkilegur fyrir þær sakir að í gær, 31. maí voru liðin 45 ár frá því að Ljósafellið kom fyrst til Fáskrúðsfjarðar. Ekki verður annað sagt en að skipið beri aldurinn vel og ekkert vantar uppá að skipið fiskar vel. Aflinn í maí var um 650 tonn, og við það bætist svo löndun í dag.