Dagana 12. til 15.maí­ s.l. kom hópur af Færeyingum í­ heimsókn á Fáskrúðsfjörð. Var þetta hópur fólks á vegum Eysturkommuna sem er heiti sveitarfélags sem samanstendur af bæjunum Götu og Leirví­k.  Tilgangur komu þeirra til Fáskrúsfjarðar var að kynna sér sögu Færeyinga sem sóttu sjó frá VattarnesI, kynnast tengslum Fáskrúðsfirðinga við Frakkland auk þess sem þau vildu fræðast um mennta- og atvinnumál sem og ferðaþjónustu.

Loðnuvinnslan tók vel á móti þessum góðu gestum, Þau fengu fræðslu um starfsemi fyrirtækisins og var boðið til hádegisverðar. Það sama má segja um alla þá sem tóku á móti gestunum eins og Slysavarnadeildin Hafdís, Björgunarsveitin Geisli, fulltrúar Fjarðabyggðar sem buðu uppá málsverð auk kynningar á mennta- og ferðamálum að ógleymdum heiðurshjónunum í Þingholti sem opnuðu heimili sitt fyrir frændum okkar frá Færeyjum.

Er heim var komið gerðu gestirnir góða grein fyrir dvöl sinn hér á Fáskrúðsfirði með skemmtilegri grein sem birt var á heimasí­ðu Eysturkommuna og má sjá greinina í­ heild sinni hér:

Kanningarferð í Fáskrúðsfirði og á Vattanesi