Aðalfundur Loðnuvinnslunnar h/f var haldinn í gær 20. apríl. Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2015 var 1.963 millj. sem er 96% hærra en 2014. Tekjur LVF að frádregnum eigin afla voru 9.978 millj. sem er 71% veltuaukning milli ára. Eigið fé félagsins á árslok 2015 var 5.664 millj. sem er 48% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 83% eignarhlut.

Samþykkt var að greiða 20% arð til hluthafa eða 140 millj. kr.

Stjórn LVF er þannig skipuð: Lars Gunnarsson stjórnarformaður, Elvar Óskarsson, Steinn Jónasson, Jónína Óskarsdóttir og Berglind Agnarsdóttir.

Varamenn: Björn Þorsteinsson og Högni Páll Harðarson.

Loðnuvinnslan færði eftirtöldum aðilum gjafir að upphæð rúmar 20 m.kr.

Knattspyrnudeild Leiknis 9 m.kr.

Björgunarsveitin Geisli vegna bátakaupa 6 m.kr.

Starfsmannafélag Loðnuvinnslunnar 5 m.kr.

Áhugamannahópur um Franska daga á Fáskrúðsfirði 600 þúsund.