Það hefur verið mikið að gera við síldarsöltun hjá Loðnuvinnslunni h/f að undanförnu., en þar hefur verið unnið allan sólarhringinn við flökun og söltun. Búið er að að salta í 5000 tunnur, sem eru 3600 tunnur af flökum og bitum og heilsaltað hefur verið í 1400 tunnur. Þessi mikla vinna hefur verið kærkomin fyrir fleiri en starfsmenn LVF., því nemendur grunnskólans hafa nýtt sér þessi uppgrip. Þá hafa framhaldskólanemar einnig komið við sögu síðustu daga í sínu 5 daga fríi. Síldin sem borist hefur að undanförnu hefur aðallega verið af stærðinni 200-300 gr. og hefur norsk-íslenska síldin verið um 3-5% í aflanum.