Í dag er verið að landa hjá Loðnuvinnslunni hf um 1100 tonnum af kolmunna úr skoska skipinu Conquest og írska kolmunnaskipið Western Endeavour bíður löndunar á um 2000 tonnum. Fyrsti kolmunninn sem barst til Íslands á þessu ári kom til Fáskrúðsfjarðar 16. febrúar, en þá landaði færeyska skipið Finnur Fríði um 2300 tonnum og aftur landaði Finnur Fríði 27. febrúar um 2500 tonnum á Fáskrúðsfirði. Það hafa því borist til Fáskrúðsfjarðar um 8000 tonn af kolmunna það sem af er árinu. Á myndinni sést að verið er að landa úr Conquest og Western Endeavour bíður.