Víkingur AK kom í morgun til Fáskrúðsfjarðar með um 600 tonn af síld, sem fer bæði til söltunar og frystingar hjá LVF. Síldin veiddist aðallega á Vopnafjarðargrunni. Víkingur er þá búinn að landa um 4000 tonnum af síld hjá LVF á vertíðinni. Skipstjóri á Víkingi er Sveinn Ísaksson.