Færeyski báturinn Krunborg kláraði að landa í nótt rúmum 2000 tonnum af kolmunna. Krunborgin er búin að landa rúmlega 14000 tonnum af kolmunna hjá Loðnuvinnlsunni í ár. Krúnborgin er 3ja ára gamalt skip mjög glæsilegt í eigu Eiler Jacobsen og fjöldskyldu hans í Torshavn. Eiler var mikill aflaskipstjóri hér áður fyrr og hefur átt mörg glæsileg og mikil aflaskip. Skipstjóri á Krunborg er Samual sonur Eilers og konu hans Bente.