Hoffell landaði 999 tonnum af kolmunna þann 17/7 og 1160 tonnum 20/7. Hinn 19/7 lönduðu tvö erlend skip kolmunna. Færeyska skipið Júpiter landaði 847 tonnum og danska skipið Orkama 795 tonnum. Fiskimjölsverksmiðja LVF hefur nú tekið á móti 92000 tonnum af hráefni það sem af er árinu. Fyrirhugað er að verksmiðjan verði ekki í gangi um helgina á „Frönskum dögum“.