Stöðug loðnulöndun hefur verið síðasta sólarhringinn. Þrír norskir bátar lágu við bryggju í góða veðrinu á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi. Þar var verið að landa úr Havglans, en Kvannöy og Talbor biðu löndunar. Þegar þeir verða búnir að landa er búið að taka á móti 7000 tonnum af sumarloðnu hjá LVF.